Velkomin á heimasíðu SigurlínuÞriðjudagurinn 27. desember 2016
            

Bestu óskir til allra um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir árið sem er að líða.


Merry christmas and a happy new year.


Ein frohes Weihnachtsfest und ein gutes neues Jahr.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Miðvikudagurinn 23. september
            
Takk kærlega fyrir mig bæði þeir sem komu á sýninguna á Café Mika og til staðarhaldara fyrir sýningarplássið.


-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mánudagurinn 2. febrúar
            
Hef opnað myndlistarsýningu á Café Mika í Reykholti Biskupstungum. Ég kýs að nefna sýninguna Skammdegis glæður og litaskipti.Sýningin mun standa núna í febrúar og fram í apríl. Á sýningunni eru nýleg verk unnin á seinasta ári og svo í janúar. Verkin eru kolamyndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og svo nýjustu verkin sem eru unnin með blandaðri tækni. kol, olíumáling, sparsl og gesso.


-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
MIðvikudagurinn 24. desember 2014
            
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með þökk fyrir árið sem er að líða. 

Merry christmas and a happy new year. 

Ein frohes Weihnachtsfest und ein gutes neues Jahr.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fimmtudagurinn 31. júlí
            
Opnunartími í hesthúsinu um verslunarmannahelgina er sem hér segir. Opið frá 12.30- 18.30 laugardag og sunnudag. Mánudaginn er opið frá 12- 18. Lokað verður svo á þriðjudaginn og miðvikudaginn 5 og 6 ágúst. Opið verður svo samkvæmt hefðbundnum opnunartíma til 15. ágúst.


-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fimmtudagurinn 19. júní

Opnunartíminn á vinnustofunni verður í sumar:

Sunnudagar 11-15.00
Mánudagar- laugardagar 12.30-18.30
Miðvikudagar lokað
Eftir auglýstan opnunartíma er alltaf möguleiki að opna fyrir gesti og hópa, ef ég á heimangengt.
Vinsamlegast hafið samband í síma: 695-1541


  -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 7. júní

Þá er ég komin í sumarfrí frá kennslunni og get farið að einbeita mér að listinni. Ég opna vinnustofuna í hesthúsinu á morgun kl. 16. 00. Þá verður opið á mánudaginn frá 13.00-18.30
Það stefnir í yndislegt sumar og vonandi eigamargar góðar myndir eftir að verða til á striga
og pappír. Hér má sjá mynd af Hnokka frá Fellskoti en þessa mynd málaði ég í fyrra sumar.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þriðjudagurinn 24. desember

Bestu óskir til allra um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir árið sem er að líða.


Merry christmas and a happy new year.


Ein frohes Weihnachtsfest und ein gutes neues Jahr.


Sigurlína Kristinsdóttir

 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 27. október

Stundum er það nú þannig að ekki gengur snurðulaust að setja pensilinn á strigann. Það er einsog hugurinn fylgi ekki verkinu. Þá fer ég stundum og skissa eða gera kolamyndir en í dag gluggaði ég í gamla bók sem mamma gaf mér og heitir Hestar. Hún var gefin út árið 1958 í Munchen. En það eru ekki bara myndirnar í bókinni sem eru yndislegar, heldur er textinn frábær og var skrifaður af Brodda Jóhannessyni. Þessi texti segir ótrúlega margt hann er nánast málaður hann er svo myndrænn.
 
" Við fórum um hann augum og höndum. Sjón okkar las hvern lit hans og drátt frá flipa, frá bóg að lend, frá hvarmi að hóf. Fingur okkar fundu  hversu hann titraði við þeim ungur og kvíðinn, stundum kaldlindur, kargur og tregur, oftar þó viðkvæmur og örgeðja, hóflaus og kappsfullur, en ávallt langminnugur á atlot okkar. Við heyrðum snöggt frýs og hnegg og andardrátt hans af djúpu brjósti, jódyn á grund og ísum og þyt leiks og frelsis í hviku og faxi. Við kenndum þungan ilm hans, vota froðu af heytum vitum, þýða snertingu við næman flipa og hlýjan belg og mjúka stælingu í hreyfingum og fasi."
Þá get ég haldið áfram að vinna, en Þessi kolateikning heitir Ásjóna og er ein af myndunum sem ég teiknaði í sumar.
  

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fimmtudagurinn 10.júní

Þessi folaldsmeri varð til á striganum hjá mér í sumar en mér finnst alltaf verðugt verkefni að mála meri með folald. Það voru þó nokkrar myndirnar sem litu dagsins ljós í sumar bæði olíumálverk og krítarteikningar og mun ég fljótlega setja þær inn á vefinn.
 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Föstudagurinn 19. júlí

Þá hefur stefnan verið tekin á Heimsmeistaramót í Berlín og er ég búin að vera að mála og teikna   lager sem er þegar farinn utan. Hef lengi ætlað að mála hvíta fáka og loksins eru nokkrir komnir á strigann. Þessi er ein af Berlínarförunum. Vona svo sannalega eftir alla rigninguna að það verði sól og blíða allann tímann.
 

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
MIðvikudagurinn 29. maí

Þessir myndar klárar bíða sumarsins sem ég held að sé alveg að koma. Minsta kosti grænkar jörð óðfluga og styttist í að hagar verði kafloðnir. Framundan er tími þar sem ég ætla að mála og teikna það sem hefur safnast í hugmyndabankann hjá mér og vonandi kemur eitthvað spennandi út úr því.
 

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sunnudagurinn 17. febrúar 2013

Þessi var á trönunum hjá mér í desember en núna fer allur tímin í að mála eftir pöntunum.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Mánudagurinn 24. desember 2012

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með þökk fyrir árið sem er að líða.

Sigurlína Kristinsdóttir
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 4.nóvember

Safnahelgin er haldin núna helgina 1-4. nóvember
Það var varla hundi út sigandi í gær en samt var fólk
á ferðinni. Ég verð með opið milli 14-16 í dag. Ég hef verið
að setja inn nýjar myndir sem ég var að mála í sumar og
haust, þær eru undir myndverk og er raðað þannig að elstu
myndirnar koma fyrst svo þær nýrri.                                                                                       
          
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Miðvikudagurinn 5. september

Þá er haustið komið og ég býð eftir að sjá haustlitina fara að birtast í náttúrinni, dagurinn er styttri og aftur komið myrkur á nótunni. Þessi mynd sem ég kýs að kalla Rökkvi varð til í sumar þó sannarlega hafi verið bjart allann sólahringinn þá. Rökkvi er farinn til útlanda og prýðir víst hýbíli í Bandaríkjunum.
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þriðjudagurinn 31. júlí

Opið í dag í hesthúsinu frá 11.00- 17.30

Hér er ein ný mynd. Folar 70x 100. Blönduð tækni. Blek/ túss og vatnsleysanlegur trélitur
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Miðvikudagurinn 18.júlí.

Þessi hryssa varð til í seinasta mánuði ásamt nokkrum fleirum kolateikningum. Ég hef verið að vinna með kyrrð og ró og svo kraft og hreyfingu. Annarsvegar hesturinn í haga og hinsvegar kraftur fas og hreyfing þegar hann fer á stað. Það er farið að kvölda og merin stendur ein og lítur yfir hagana.
 
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mánudagurinn 11. maí

Þá hef ég opnað aftur í hesthúsinu í sumar. Opnunartíminn er:

Mánudagar frá 10.00- 13.00
Þrið- laugardagar frá 11.00-17.30
Lokað á sunnudögum.

Opna fyrir einstaklinga og hópa eftir samkomulagi í síma 695-1541
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Miðvikudagurinn 30 maí.

Þessa mynd málaði ég seinasta sumar eftir ljósmynd fyrir eiganda þessara gæðinga. Verkið er olía á striga og límdi ég hesthár af sjálfum hrossunum úr faxi og tagli þeirra í myndina.
I painted this picture last summer for the owner of this horses. It is oil painting c.a.  120 x 95cm. I glued hair in it from the real horse, in the mane and tail of the painting.
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mánudagurinn 7. maí 

Þá er sumardagurinn fyrsti liðinn og sumarið á næsta leiti. Meira að segja nýfædd folöld á túnum í kringum mig, sem er alltaf yndisleg sjón. Ég er farin að huga að opnun í sumar á vinnustofunni í hesthúsinu. Ég stefni á að opna Myndlist í hesthúsi í Reykholti laugardaginn 9. júní. Vona að sumarið verði gott og margar myndir eigi eftir að fæðast.
 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagurinn    8.apríl

Gleðilega Páska 
                                                                                                                                   

 

 

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mánudagurinn 2.apríl

Fékk þetta verkefni í sumar að mála þessa fimm ferðafélaga. En eigandinn sem þurfti að hætta í hestamensku vildi hafa hafa þá nær sér eftir áralanga samveru.
 
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 Laugardagurinn 18. febrúar

Þessi nýja mynd sem ég kýs að kalla Birta er til sölu, hún verður c.a.70 x 100 cm. þegar hún verður komin í ramma.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 29.janúar

Þá er snjórinn loks á undanhaldi og rigningin alsráðandi. Ég fór niður í Ölfushöll fyrir helgi og hengdi upp nokkrar kolamyndir, þessi er meðal þeirra, en gaman er að teikna liggjandi hesta frá ýmsum hliðum. Það gekk brösulega að taka ljósmynd af henni en flassið er bilað á ljósmyndavélinni minni svo hún er svolítið dekkri en hún er í raun og veru. 

Ég er kominn á fullt skrið að mála aftur eftir jólafríð enda margar pantanir framundan sem ég náði ekki að klára fyrir jól.
 
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 7. janúar

Gleðilegt nýtt ár.

Þá hef ég flutt vinnuaðstöðuna inn í bílskúr þar sem ég mun

vinna að myndum fram á vor, en í hesthúsið eru komnir hestar

og notalegt að fara aftur að gegna, járna og bregða sér á bak

þegar tími leyfir. Þessi mynd er máluð með olíu á striga og er

hesthár (fax) límt í faxið eftirá.
 
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 24. desember

Óska öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sérstakar þakkir til viðskiptavina einnig þakka ég falleg orð og velvilja allra sem skoðuðu heimasíðuna og hesthúsið á árinu.

Sigurlína Kristinsdóttir
 
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 17. desember

Þá nálgast jólin. en þetta verður seinasta helgin sem verður opið í hesthúsinu hjá mér. Þangað til næsta vor en þá stefni ég á að opna aftur.

í dag er opið frá 11.00- 17.00 og á morgun sunnudag verður opið frá 13.00 -17.00.
frá 19-23 desember mun eg opna fyrir viðskiptavini eftir samkomulagi í síma 695-1541

Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að mála og verður hægt að nálgast myndlist og listmuni heima
hjá mér eftir jól á Bjarkarbraut 17.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 Laugardagurinn 10. des

Opið í dag í hesthúsinu frá 11-17. Falleg gjafavara fyrir hestafólk og unendur myndlistar
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Laugardagurinn 26.nóvember.

Opið í dag frá 11-17. Hestadagatalið komið aftur úr prentun og verður til sölu en einnig verður hægt að fa dagatalið og veggspjöld í Aratungu í dag því hinn árlegi jólabasar verður haldinn þar og hefst kl.13.00.
 
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 12. nóvember.

Það verður opíð í dag í hesthúsinu frá 11-17. Er þessa dagana á fullu að mála upp í pantanir, en alltaf bætast samt nýjar myndir, skeifur, handmáluð egg og kolamyndir við. Þessi gæti verið af einhverjum gæðingunum sem búið er að sleppa í hagagöngu fyrir haustið.
 
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 29. september

Um næstu helgi verður safnahelgin á Suðurlandi 4-6. nóvember. Það verður opið hjá mér í hesthúsinu þá helgi bæði laugardaginn og sunnudaginn. Að þessu tilefni verður til sölu dagatal með hestamyndum sem kemur úr prentun á miðvikudaginn 2. nóvember
.
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Föstudagurinn 30.september

Í næsta mánuði ætla ég að halda myndlistarnámskeið. Námskeiði verður laugardaginn 29. október í hesthúsinu í Reykholti Biskupstungum. Fólk hefur komið á tal við mig og beðið um námskeið bæði í teikningu og málun mig langar að halda stuttann fyrirlestur í upphafi námskeiðs um hvort tveggja en síðan gæti hver og einn unnið á sínum forsendum með það sem er efst í huga.
Verð:
Kr. 6.900 kr.
Kennslutími:
10:00-16:30 (hálftíma matarhlé) Boðið verður upp á smurt brauð og salat að hætti húsins. 
Efni:
Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota.
Innifalið: Skissubók og tveir blýantar, en boðið verður upp á að prufa liti einnig er hægt að kaupa litla strigaramma á staðnum.
Stutt lýsing á námskeiði:
Námskeiðið hefst á stuttum fyrirlestri. Í framhaldi  leiðbeinir kennari nemendum í þeirra sjálfsprottnu verkefnum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru eitthvað að fást við akrýl, olíumálun,eða vatnslitamálun og einnig lengra komna sem áhuga hafa á að bæta við sig þekkingu og/eða tækni.
Nemendum er leiðbeint eftir eðli viðfangsefnis.

Skráning í síma 695-1541eða 482-1540

 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 18.september

Hef alltaf langað til að eiga hvítann hest. Þessi mynd sem var máluð í sumar er farinn til eiganda sinna, en draumurinn um hvíta hestinn minn hverfur ekki. Líklega mála ég bara fleiri hvíta hesta og held áfram að láta mig dreyma.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 10. september

Það er farið að kólna og sannarlega orðið haustlegt. Það var heldur hlýrra í sumar þegar hestarnir mínir voru í gerðinu við hesthúsið, þannig að ég gat virt þá fyrir mér og skoðað atferli þeirra. Þær voru ófáar myndirnar sem ég tók, ásamt skissum þar sem hesturinn var stúderaður í bak og fyrir. Hér er olíumálverk 20x20 c.m. Hófur í möl.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 Fimmtudagurinn 18. ágúst

Breyttur opnunartími í hesthúsinu fram að jólum. Opnunartími verður :
Laugardagar 11.00-17.00
Á sunnudögum og eftir 17.00 virka daga er alltaf möguleiki að opna fyrir gesti ef ég á heimangengt. Vinsamlegast hafið samband í síma 695-1541, einnig til að panta fyrir hópa.
 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þriðjudagurinn 9. ágúst

Þá er komið að seinustu vikunni sem verður opið alla daga í hesthúsinu hjá mér. Það eru komnar nýjar litlar olíumyndir. Hér má sjá mynd af hesti á beit við Heklurætur og mynd af flipa á hesti. Á laugardaginn verður mikið um að vera en þá er Aratunga 50. ára og dagskrá í Reykholti allann daginn. Hjá mér verður opið þann dag frá 11.00-18.00. Gestir velkomnir.
   
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Föstudagurinn 5. ágúst

Íslenski hesturinn hefur mikla útgeislun hann hefur allar þessar gangtegundir og fas, ásamt því að vera sterkur og lífseigur. Fátt prýðir meira íslenska náttúru hvort sem um vetur eða sumar er að ræða en hesturinn. Þessi hestur er á tölti og gæti svo sem er tekið þátt í hvaða keppni sem væri. Hann er þó frjáls og fer mikið og ákvað ég að skýra myndina Náttfari.
 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fimmtudagurinn 28. júlí

Framundan er Verslunarmannahelgin og margir fara í ferðalag. Þessir þrír eru í hestaferð og þurftu að fara yfir á. Þeir eru á leið í náttstað enda komið kvöld.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn16.júlí.

Það eru alltaf að fæðast nyjar myndir. Hér er ein af fimm hestum í haga þetta er olía á striga. Nýar olíu myndir má sjá hér http://sigurlina.123.is/album/default.aspx?aid=191959 og nýjar kolamyndir hér http://sigurlina.123.is/album/default.aspx?aid=191781
 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þriðjudagurinn 5.júlí

Þá er Landsmóti hestamanna lokið og ég aftur komin í hesthúsið með Myndir og listmuni. Það verður opið í dag frá 11.00-17.00 og eins er það út vikuna til og með laugardegi en á mánudögum frá 11.00 - 14.00
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 19.júní

Það er loksins farið að glitta í sumar. Það er alltaf falleg sjón að sjá nýfæddu folöldin á vorin. Ég hef ekki mikið gert af því að teikna og mála folöld en ákvað að gera tilraunir með það og hér er ein myndin af skjóttri meri og folaldi. 
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Föstudagurinn 17. júní

Gleðilegann þjóðhátíðardag.

Að fylgjast með stóði úti í haga er fróðlegt og um leið nærandi fyrir augað. Þessi mynd varð til eftir að ég fór út og skissaði liggjandi hesta einn morguninn. Það eiga eflaust eftir að bætast fleiri við.
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Laugardagurinn 11. júní

Hef opnað vinnustofu í hesthúsinu  í Reykholti Biskupstungum. Þar verða verk mín, myndir og listmunir sem tengjast íslenska hestinum, til sýnis og sölu. Í einni stíunni er myndlistarhorn fyrir börn, penslar blöð og litir til að mála og lita með. Við hesthúsið verða oftast tveir hestar til að skoða og klappa

Opnunartímar frá 10. júní-13.ágúst.
Mánudagar 11-14
Þriðjudagar-laugardagar 11-17
Sunnudagar lokað

Lokað verður landsmótsviku hestamanna 26-3.júní.
Laugardaginn 18 júní er Reykholtshátíð og þá verður opið frá 11-17.   
   
Vinnustofan ( Art studio) í hesthúshverfinu í Reykholti Biskupst.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þriðjudagurinn 7. júní

Hef verið að hanna þessa listmuni sem ég ætla að vera með til sölu og sýnis í hesthúsinu í sumar, einnig stefni ég á landsmót með þá ásamt myndunum mínum. Eggin eru frá hænunum mínum sem eru sænskar brúnhænur og gefa þessi fallega gullbrúnu egg. Skeifurnar sem ég kalla Lukkuskeifur eru notaðar gamlar skeifur festar á platta. Ég mála svo á þetta íslenska hestinn og er eingin skeifa eða egg eru eins.
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 24. apríl 2011

Þá eru páskarnir komnir. Það hefur verið talsvert að gera hjá mér fyrir páskafrí en er nú komin  með nýjar myndir.
Gleðilega Páska                                        
 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mánudagurinn 21.mars 2011

Er að teikna kolamyndir og er á dagskránni
hjá mér að gera fleiri sem fyrst.                                                                               
                 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mánudagurinn 21.mars 2011

Þá ætla ég að vera með
 Myndlistarnámskeið í Bjarkarhóli Reykholti.
 Námskeiðið verður haldið laugardaginn 26.mars og hefst kl;10.00 tekið verður hálftíma hádegishlé og líkur svo námskeiðinu 16.30
  

Efniskaup:
Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efnisnotkun í samráði við kennara en boðið verður upp á að prufa liti einnig er hægt að kaupa striga og blöð á staðnum.

Stutt lýsing á námskeiði:
Námskeiðið hefst á stuttum fyrirlestri. Í framhaldi  leiðbeinir kennari nemendum í þeirra sjálfsprottnu verkefnum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að byrja að fást við akrýl, olíumálun,eða vatnslitamálun og lengra komna sem áhuga hafa á að bæta við sig þekkingu og/eða tækni.
Nemendum er leiðbeint eftir eðli viðfangsefnis. Kennd er meðhöndlun lita, fjallað um litablöndun,uppbyggingu mynda,  íblöndunarefni og þau efni sem málað er á. Einnig er fræðsla um pensla og önnur verkfæri tengd málun.

Skráning í síma 695-1541eða  482-1540  482-1540

                                                                                                                    
                                                                                                                                                           
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


 
Þá er komið nýtt ár og tými til að staldra við og skoða liðið ár. Ég tel að mörg góð verk hafi litið dagsins ljós á liðnu ári og vona að nýtt ár verði ekki síðra. Ég þakka öllum þeim sem leituðu til mín með myndir, logo ofl. á liðnu ári. Stefnan er að vera dugleg að mála á árinu og ætlunin að halda fljótlega námskeið hér í Biskupstungunum, fyrir þá sem vilja læra eitthvað um olíu og akrýl málun.

Hér er mynd sem ég málaði af fossinum Faxa í Tungufljóti.
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þriðjudagurinn 30. nóvember

Þennann farandgrip hannaði ég fyrir Hrossaræktarfélag Biskupstungna
Hausinn er úr leir en stöpullinn úr gegnheilu mahogni. Hann var veittur í fyrsta sinn á föstudaginn síðastliðinn en það var Landsbankinn í Reykholti sem gaf gripinn. Hann verður veittur því hrossaræktarbú sem skarar fram úr hvert ár, en það var Bræðratunga sem fékk gripinn árið 2010
.
 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Kolateikning


Rökkvi

Þessi mynd er 60x80 cm, unnin með svartri og hvítri krít á pappír. Hún
er til sölu
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Myndir málaðar á veggi í Friðheimum

Fékk mjög skemtilegt verkefni í sumar að mála myndir inni í hesthúsi á veggi. Annarsvegar var þemað  hesturinn í íslenskri náttúru og í hitt rýmið hesturinn og gangtegundir. Myndirnar eru málaðar með akrýl og plastmállingu á spónaplötur. Sjá nánar myndir
        
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Myndlistarsýning Bjarkarhóli

Framundan er Safnahelgin 5-8 nóvember. Á döfinni er opnun myndlistarsýningar á Bjarkarhóli. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári. Bæði olía á striga og kolamyndir. Hægt er að skoða myndirnar sem verða á sýningunni og verðið á þeim undir linknum verðskrá ,klikka á plúsinn fyrir framan files og þá kemur pdf skrá. Athugið að allar síðurnar eru í vinnslu og á eftir að bæta inn verkum og skrifa inn meiri texta.

  

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 

Komið þið sæl

Hef verið að vinna að þessari nýju síðu. Hér verður hægt að skoða myndir og önnur verk sem ég er að vinna að hverju sinni.  Hér má sjá mynd sem ég málaði eftir pöntun af honum Borða frá Fellskoti. Myndin er í eigu Hauks Daðasonar. Eldri verk mín má sjá hér http://simnet.is/bjarkarbraut/